Gular viðvaranir taka gildi

Gular viðvaranir taka gildi víða um land síðar í dag.
Gular viðvaranir taka gildi víða um land síðar í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir taka gildi víða um land í dag eða í kvöld, m.a. á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vestfjörðum og Breiðafirði. Búast má við skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum.

Spáð er vaxandi suðaustanátt í dag og fer að snjóa suðvestantil seinnipartinn. Það verður hvassviðri eða stormur í kvöld og snjókoma eða rigning sunnan- og vestanlands.

Mun hægari um landið norðaustanvert, þurrt og talsvert frost. Lægir og styttir upp á Vesturlandi í nótt.

Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda verður austantil fram eftir degi á morgun. Hægur vindur verður annars staðar og skúrir eða él á víð og dreif, hiti kringum frostmark. Suðvestan 5-13 m/s verða seint á morgun og léttir til á norðaustanverðu landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka