Hæg framrás á hraunjaðrinum

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Árni Sæberg

Lítil breyting hefur orðið á hegðun eldgossins í Sundhnúkagígum um helgina og mallar það áfram á svipuðum nótum.

Áfram flæðir hraun til austurs og suðaustur frá gígnum og er framrás á hraunjaðrinum hæg, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir austan- og suðaustanátt í dag og þá berst gasmengun til vesturs og norðvesturs, m.a. yfir Svartsengi og vestanvert Reykjanes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka