„Hallærislegt“ að segja flokkinn ekki stjórntækan

Inga Sæland með Höllu Tómasdóttur, forseta.
Inga Sæland með Höllu Tómasdóttur, forseta. mbl.is/Karítas

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði eftir fund með Höllu Tómasdóttir á Bessastöðum að hún hefði átt í óformlegum samræðum við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, þar sem skipst var á hamingjuóskum. Ekkert væri þó formlegt um mögulega stjórnarmyndun. 

„Það er ábyrgðarlaust að vera að blaðra einhverju núna,“ segir Inga. Hún sagði þó að henni fyndist líklegt að ný stjórn nái saman fljótlega. „Ég er búinn að hitta þingflokkinn og þau verða upplýst um allt sem mun fara fram um mögulegar viðræður,“ segir Inga. 

Hún útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki en telur eðlilegt að Kristrún Frostadóttir muni leiða mögulega myndun stjórnar til að byrja með. 

Inga sagði af fyrra bragði að henni fyndist leitt að heyra tal um að flokkurinn væri ekki stjórntækur.  

„Mér leiðist þessi hallærislegu skilaboð um að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur. Við erum fallegur og glæsilegur 10 manna stjórnmálaflokkur,“ segir Inga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka