Sigurður Bogi Sævarsson
„Úrslitin eru högg og þyngra en búast mátti við. En eins og nú er komið er ekkert annað að gera í stöðunni en bretta upp ermar og halda áfram. Vissulega verður handleggur að vinna úr þessu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi alþingismaður og formaður VG fyrstu 14 árin í sögu flokksins. „Ég hef enga trú á öðru en að starf VG haldi áfram. Áfram eru til staðar mikilvæg málefni sem voru kjarninn í stefnu flokksins og þeim þarf að berjast fyrir,“ segir Steingrímur.
Haft hefur verið á orði í umræðum að lítið fylgi við VG séu skilaboð kjósenda um stjórnarsamstarfið sem flokkurinn hefur átt aðild að síðustu sjö ár. Um þetta segir Steingrímur að ekki sé nýtt að flokkum sé refsað fyrir stjórnarsetu. Megi þar nefna úrslit alþingiskosninga 2013. Þar gekk Samfylkingu og VG miður vel enda þótt stjórnin hafi þá verið búin að skila, að sínu mati, afar góðu starfi í þeirri ríkisstjórn sem tók við eftir efnahagshrunið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.