Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er mætt á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í aðdraganda stjórnarmyndunar. Er Inga fjórði formaðurinn sem mætir á fund Höllu.
Þegar hafa Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, komið á fund forseta.
Mun Halla Tómasdóttir, meta að loknum fundi formannanna hver fær stjórnarmyndunarumboð. Fyrr í dag sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að hún hafi rætt við Kristrúnu um hugsanlegt samstarf. Engar viðræður hafa þó farið fram.