Kosningarnar sýni ákall um breytingar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fór á fund Höllu.
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins fór á fund Höllu. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir kosningarnar hafa sýnt fram á ákall um breytingar.

Sigurður Ingi ræddi við blaðamann að fundi loknum með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum fyrir skömmu.

Hann segir þau hafa rætt niðurstöður kosninganna og að „ákall þjóðarinnar er um að Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins lagi allt sem að aflaga fer.“

Hann kveðst ekki sjá fyrir sér að stjórnarmyndunarviðræður fari á þann veg að Framsóknarflokkurinn endi í meirihlutasamstarfi.

Spurður hvort að greina megi biturð í orðum hans svarar Sigurður: „Alls ekki biturðar. Ég hins vegar bendi á að Ísland er á gríðarlega góðum stað og fram undan eru frábærir tímar á Íslandi svo fremi sem menn klúðri því ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka