Nokkrir möguleikar á myndun stjórnar

Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll.
Þessir nýju stólar bíða nýkjörinna þingmanna við Austurvöll. mbl.is/Eyþór

Nokkrir möguleikar eru fyrir hendi þegar að því kemur að mynda nýja ríkisstjórn. Í dag munu formenn þeirra stjórnmálaflokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi ganga á fund forseta sem í framhaldinu mun veita einum þeirra umboð til að mynda ríkisstjórn.

Miklar sviptingar urðu í kosningunum og fækkaði flokkum á þingi um tvo. Hvorki Vinstrihreyfingin – grænt framboð né Píratar fengu mann kjörinn í kosningunum. Þingflokkarnir eru nú sex talsins en voru átta á nýliðnu kjörtímabili.

Þrír möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórnar og jafn margir til myndunar ríkisstjórnar fjögurra flokka. Tveggja flokka stjórn er ekki möguleg.

Sú þriggja flokka ríkisstjórn sem mestan meirihluta hefði á þingi yrði ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, en þingmenn þessara flokka eru 40 talsins. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefði 36 þingmenn á bak við sig. Þriðji möguleikinn á myndun ríkisstjórnar þriggja flokka er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks, en að baki henni væru 33 þingmenn.

Þegar kemur að samstjórn fjögurra flokka, þá er ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks og Framsóknarflokks hefði flesta þingmenn að baki sér, en þeir yrðu 38 talsins.

Ríkisstjórn Viðreisnar, Flokks fólksins, Miðflokks og Framsóknarflokks hefði 34 þingmenn sér að baki.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka