Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur var í morgun sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þátt sinn í andláti sjúklings hennar á geðdeild Landspítalans í júní árið 2021. Henni er þó ekki gerð refsing.
Þetta var niðurstaða héraðsdóms nú í morgun.
Henni var gert að greiða dánarbúi Guðrúnar Sigurðardóttur um 2,7 milljónir króna auk vaxta.
Ákvörðun um refsingu Steinu skal frestað að liðnum tveimur árum frá dómsuppkvaðningu haldi hún almennt skilorð, að því er kemur fram í dómsorði.
Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Steinu var ómerktur í Landsrétti í apríl síðastliðnum og var málinu vísað til meðferðar og dómsálagningar í héraðsdómi að nýju.