Vegir settir á óvissustig og gætu lokast

Aksturskilyrði á Hellisheiði gætu orðið erfið seinni partinn í dag …
Aksturskilyrði á Hellisheiði gætu orðið erfið seinni partinn í dag vegna hriðarveðurs sem er spáð í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is er vakin athygli á því að Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og Krýsuvíkurvegur hafa verið settir á óvissustig vegna veðurs frá kl. 15 í dag til klukkan 23 í kvöld og geta vegirnir lokað með stuttum fyrirvara.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir með suðaustan hríðarveðri fyrir sunnan, suðvestan, vestan og suðaustanvert landið með versnandi akstursskilyrðum þegar líða fer á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka