Veltir því fyrir sér hvaða Samfylking verði á þingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór á fund forseta.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór á fund forseta. mbl.is/Karítas

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að loknum fundi með Höllu Tómasdóttur forseta að það færi eftir því hvaða Samfylking myndi mæta til leiks á næsta þingi, hvort hann sæi málefnalega möguleika á því að sitja í stjórn með flokknum. 

„Ef við tökum sem dæmi Samfylkingu. Þar er Kristrún búin að vera með nýja nálgun á Samfylkinguna. Hvaða Samfylking er komin a þing núna? Er það nýja Samfylking Kristrúnar eða tekur sú gamla við aftur. Það er eitthvað sem verður að koma í ljós.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka