Það var víða um land brunagaddur í nótt og snemma í morgun og mesta frostið mældist 24,3 stig í Svartárkoti í Bárðardal.
Í Möðrudal fór frostið niður í 24 stig, við Dettifoss mældist mesta frostið 22,7 stig og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist 22,5 stiga frost.
Í Reykjavík mældist 12 stiga frost í nótt. Þegar líða fer á daginn hlýnar á landinu með vaxandi suðaustanátt suðvestan til en vindur verður hægari um norðanvert landið og þar verður áfram talsvert frost.