Enga hættu að sjá eftir drónaflug

Garðar segir að ekkert hafi bent til þess að staðan …
Garðar segir að ekkert hafi bent til þess að staðan færi að vinda upp á sig en að lögreglan fylgist með þróun mála. Ljósmynd/Lögreglan

Eins og sakir standa virðist engin hætta stafa af ís- og krapamyndun í Ölfusá.

Lögreglan á Suðurlandi flaug yfir svæðið með dróna fyrr í dag til að skoða stöðuna úr lofti.

„Ég fékk þær upplýsingar að þetta liti allt nokkuð vel út,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Garðar segir að ekkert hafi bent til þess að staðan færi að vinda upp á sig en að lögreglan fylgist með þróun mála.

Hann væntir þess að farið verði í annað drónaflug til að skoða stöðu árinnar þó ekki væri búið að ákveða hvenær það verði.

 

Loftmynd af Ölfusá síðdegis í fyrradag.
Loftmynd af Ölfusá síðdegis í fyrradag. Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert