Enn stendur til að friðlýsa verndarsvæði Jökulsár á fjöllum þótt Hæstiréttur Íslands hafi komist að þeirri niðurstöðu að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða um friðlýsinguna. Heldur hefði hann þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi með afmörkun verndarsvæðisins áður en hægt væri að friðlýsa svæðið.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Átta svæði með virkjunarkostum höfðu verið sett í verndarflokk áður en dómur Hæstaréttar féll. Svæðin sem um ræðir eru:
Fram kemur að afturköllun friðlýsinga svæðanna hefur því ekki þá þýðingu að hægt sé að ráðast í virkjunarframkvæmdir innan þeirra.
„Ráðherra mun nú beina því til verkefnisstjórnar að taka umrædda virkjunarkosti aftur til mats í samræmi við ákvæði laganna um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þegar tillögur verkefnisstjórnar liggja fyrir mun Alþingi síðan fá þá til afgreiðslu.“
„Aðalatriðið í þessu máli er að það er enginn að fara að virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna,“ segir er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í tilkynningu.