Fljúga með dróna yfir Ölfusá í dag

Loftmynd af Ölfusá síðdegis í fyrradag.
Loftmynd af Ölfusá síðdegis í fyrradag. Ljósmynd/Hafsteinn Róbertsson

Staðan í Ölfusá, þar sem ís hefur verið og krapamyndun, er svipuð og í gær.

„Rennslið er bara gott og það virðist ekkert vera að gerast,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, aðspurður.

Ölfusá. Selfosskirkja sést í bakgrunni.
Ölfusá. Selfosskirkja sést í bakgrunni. Ljósmynd/Lögreglan

Flogið verður yfir svæðið með dróna í dag til að skoða stöðuna úr lofti. Garðar Már býst ekki við því að nein vandamál komi í ljós í tengslum við ísinn.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í fyrrakvöld að ís og krapi væru að þrýstast upp og að bökkum fyrir neðan brú.

„Á meðan það er svona mikill ís hérna verðum við alltaf með reglulegt eftirlit en það er ekki eins títt og það var þegar vatnshæðin var sem mest um helgina,“ bætir aðalvarðstjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert