Framlegð gæti aukist um 3,3 milljarða á ári

Rauðar kýr af norrænum stofni, bæði NRF frá Noregi og …
Rauðar kýr af norrænum stofni, bæði NRF frá Noregi og NR frá Svíþjóð og Danmörku, framleiða mun meira en íslenska kúakynið. Ljósmynd/Thor Rune

Niðurstaða nýrrar skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands sýnir að ef íslenskum kúm yrði skipt út fyrir norrænar rauðar kýr gæti framlegð kúabúskapar í landinu aukist um 3,3 milljarða á ári. Íslenska mjólkurkýrin framleiðir minni mjólk að meðaltali en helstu mjólkurframleiðslukyn nágrannalandanna og mikill rekstrarlegur ávinningur gæti verið ef önnur kúakyn frá Norðurlöndunum væru notuð hérlendis.

Rannsóknin var gerð af Jóni Hjalta Eiríkssyni, Þóroddi Sveinssyni og Jóhannesi Sveinbjörnssyni frá deild Ræktunar og fæðu ásamt Daða Má Kristóferssyni frá HÍ og Julie Clasen frá SimHerd A/S í Danmörku. Í rannsókninni voru borin saman fjögur erlend kyn við íslenskar kýr, þ.e. norskar rauðar kýr (NRF), norrænar rauðar kýr (NR – sænskar og danskar kýr), norrænar Holstein-kýr (NH) og danskar Jersey-kýr (DJ).

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert