Fréttamiðillinn frettin.is hættir. Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður, greinir frá fregnunum á Facebook.
Fréttin var stofnuð haustið 2021 með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi.
Margrét segir ekki rekstrargrundvöll fyrir því að halda miðlinum gangandi en búið sé að leita allra leiða í þeim efnum. Aðsendar greinar verði áfram birtar í einhverju magni og vefurinn opinn fólki til fróðleiks.
„Það er sárt að þurfa að yfirgefa miðil sem gengur í raun vel og fær þúsundir heimsókna á dag,“ segir Margrét um leið og hún þakkar fyrir sig og óskar landsmönnum gleðilegra jóla.