Gera ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu

Hækkun á liðum gjaldskrár nemur að jafnaði 4% frá árinu …
Hækkun á liðum gjaldskrár nemur að jafnaði 4% frá árinu 2024. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæjarins frá 2025 og til og með 2028. Fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir sama tímabil var einnig samþykkt á fundi bæjarstjórnar.

Þá gerir bæjarstjórn ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á komandi ári. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórn.

Hundruð milljónir í fjárfestingu og uppbyggingu

Í tilkynningunni segir að gert sé ráð fyrir að fjárfesting í ýmsum verkefnum verði 145 milljónir króna.

Að áframhaldandi uppbygging á Myllubakkaskóla nemi 820 m.kr., á Holtaskóla 430 m.kr. og að aðrar framkvæmdir á húsnæði grunn- og leikskóla, og skólalóðum verði 228 m.kr.

Eins er gert ráð fyrir að byggingu nýs leikskóla í Dalshverfi III verði lokið á fyrri hluta árs 2025 fyrir 150 m.kr.

Þá er gert ráð fyrir að grunnfjárfesting fráveitu verði 150 m.kr., fjárfestingar Reykjaneshafnar 237 m.kr. og að Tjarnargata 12 ehf. hefji næsta áfanga á breytingum á ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12.

Hækkun á liðum að jafnaði 4%

Hækkun á liðum gjaldskrár nemur að jafnaði 4% frá árinu 2024 en þó með nokkrum undantekningum.

Útsvarshlutfall er óbreytt milli ára líkt og álagningarhlutfall fasteignaskatts. Engar breytingar eru á gjaldskrá úrgangshirðu frá árinu 2024. Gjaldskrá fyrir árskort í almenningsvagna verður óbreytt, segir enn fremur í tilkynningunni. 

Helstu áherslu og verkefni 2025

Bæjarstjórn greinir frá helstu niðurstöðum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 sem hér segir:

· Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 39,7 milljarðar.kr.

· Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 26,9 milljarðar.kr.

· Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 31,6 milljarðar.kr.

· Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 24 milljarðar.kr.

· Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 8,1 milljarður.kr. eða 20,3%

· Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,9 milljarðar.kr. eða 10,9%

· Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,4 milljarðar.kr.

· Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 927 m.kr.

· Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2025 er jákvæð um 1.373 m.kr.

· Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2025 er jákvæð um 202 m.kr.

· Eignir samstæðu í lok árs 2025 verða 98,1 milljarður.kr.

· Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 52,5 milljarðar.kr.

· Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2025 verða 57,1 milljarðar.kr.

· Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 34,1 milljarðar.kr.

· Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2025 verður 6,3 milljarðar.kr.

· Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2025 verður 2,3 milljarðar.kr.

· Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2025 109,69%

· Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2025 98,75 %

· Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2025 er jákvæð um 1.373 m.kr.

· Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2025 er jákvæð um 202 m.kr.

· Eignir samstæðu í lok árs 2025 verða 98,1 milljarðar.kr.

· Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 52,5 milljarðar.kr.

· Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2025 verða 57,1 milljarðar.kr.

· Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 34,1 milljarðar.kr.

· Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2025 verður 6,3 milljarðar.kr.

· Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2025 verður 2,3 milljarðar.kr.

· Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2025 109,69%

· Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2025 98,75 %

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert