Hálka eða hálkublettir víða um land

Umferð gekk hægt á höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn í gær.
Umferð gekk hægt á höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn í gær. mbl.is/Karítas

Hálkublettir eru á flestum stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu en eitthvað er um hálku.

Flughálka er í sunnanverðum Hvalfirði. Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi en eitthvað er um snjóþekju eða krapa

Flughálka er á milli hringvegar og Hvanneyrar og á milli Vatnaleiðar og Grundarfjarðar. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru víða á öðrum leiðum á Vesturlandi, að sögn Vegagerðarinnar.

Á Vestfjörðum er flughálka á Dynjandisheiði, Gemlufallsheiði, milli Klettsháls og Flókalundar og í Súgandafirði. Hálka er víða en eitthvað er um krapa og snjóþekju.

Hellisheiði.
Hellisheiði. mbl.is/Óttar

Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðurlandi en þó snjóþekja á stöku stað. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum, Hófaskarði og á Brekknaheiði.

Hálka eða snjóþekja eru á flestum leiðum á Austurlandi. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

Þungfært er á milli Kirkjubæjarklausturs og Gígjukvísl en þæfingsfærð er á milli Jökulsárlóns og Hafnar. Hálka og krapi eru á öðrum leiðum á Suðausturlandi.

Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum en eitthvað er um snjóþekju, krapa eða hálkubletti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert