Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið af formennsku í VR en sem kunnugt er var hann kjörinn á þing í alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Ragnar Þór lætur af störfum frá og með deginum í dag.
Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, hefur tekið við sem formaður, í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins, og gegnir formennsku út kjörtímabilið sem lýkur á aðalfundi félagsins í mars árið 2025.
Þetta kemur fram á vef VR.
Ragnar Þór var fyrst kjörinn í stjórn VR snemma árs 2009, örskömmu eftir efnahagshrunið og á miklum umrótatímum. Árið 2017 var hann kjörinn formaður og hefur verið endurkjörinn í þrennum kosningum síðan þá, að því er segir í tilkynningu VR.