Kristrún, Þorgerður og Inga funda kl. 15

Kristrún Frostadóttir ræddi við fjölmiðla á Bessastöðum eftir fund hennar …
Kristrún Frostadóttir ræddi við fjölmiðla á Bessastöðum eftir fund hennar með forseta Íslands. mbl.is/Karítas

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur boðað formenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, til samtals kl. 15.00 á Alþingi í dag.

Formennirnir hittast í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni. 

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, veitti Kristrúnu stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessastöðum í dag. 

Eftir fundinn með Höllu í morgun sagðist Kristrún vera bjartsýn um að flokkarnir þrír geti náð saman. 

„Það er veru­lega mik­ill mál­efna­leg­ur grund­völl­ur og sam­leið fyr­ir mál­efn­un­um í þessu sam­hengi. Auðvitað eru ólík­ar áhersl­ur, þess vegna erum við í sitt­hvor­um flokk­un­um. En ég held að við ætt­um að geta náð sam­an um mörg stór og mik­il­væg mál og það verður að ráðast á næstu dög­um. Ég væri ekki að fara í þessa veg­ferð nema ég tryði því að ég gæti náð ár­angri,” sagði Kristrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert