Lögregla kölluð út vegna snjómoksturs

Færðin var erfið í dag og í gær vegna snjókomu.
Færðin var erfið í dag og í gær vegna snjókomu. mbl.is/Karítas

Lögregla var kölluð út vegna deilna á milli nágranna í Grafarvogi þar sem annar nágranninn hafði mokað snjó yfir innkeyrslu hins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Betlaði pening við verslun

Lögreglu barst tilkynning um erlendan mann að betla pening við verslun í Árbæ. 

Þá voru þrír erlendir menn handteknir fyrir ólöglega vinnu á landinu í miðbænum. Voru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglu. 

Þá tilgreinir dagbók lögreglu sex mismunandi tilfelli um innbrot og þjófnað og var þar á meðal fartölvu stolið úr bifreið í Kópavogi. 

Óvelkominn í bílakjallara

Lögregla vísaði óvelkomnum manni út úr bílakjallara í miðbænum. 

Dagbókin segir einnig frá tveimur umferðaróhöppum þar sem ekki urðu slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert