Margar spurningar og óöryggi í hópnum

Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í gærkvöldi á fjölmennum og …
Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í gærkvöldi á fjölmennum og löngum fundi. Hátt í 800 manns tóku þátt í fundinum sem var streymt til félaga allt land. Ljósmynd/Colourbox

Ný­und­ir­ritaður kjara­samn­ing­ur Lækna­fé­lags Íslands mun þurfa frek­ari kynn­ingu meðal fé­lags­manna áður en hægt er að greiða at­kvæði um hann.

Óör­ygg­is gæt­ir meðal ein­hverra vegna þeirra miklu breyt­inga sem til stend­ur að gera á vakta- og starfs­um­hverfi lækna, en formaður Lækna­fé­lags­ins seg­ir það eðli­legt. Mik­il­vægt sé að fólk kynni sér vel hvað það sé að fara að kjósa um.

Samn­ing­ur­inn fel­ur meðal ann­ars í sér stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar niður í 36 tíma fyr­ir alla lækna, eðli­legra vakta­fyr­ir­komu­lag og eðli­legri greiðslur fyr­ir mis­mun­andi álag á vökt­um.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lag Íslands. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Fólk þurfi að átta sig á breyt­ing­un­um

Samn­ing­ur­inn var kynnt­ur fyr­ir fé­lags­fólki í gær­kvöldi á fjöl­menn­um og löng­um fundi. Hátt í 800 manns tóku þátt í fund­in­um sem var streymt til fé­laga um allt land.

„Ástæðan fyr­ir því er að betri vinnu­tími fel­ur í sér mjög mikl­ar breyt­ing­ar á starfs- og vaktaum­hverfi. Fólk þurfti að fá tæki­færi til að spyrja og átta sig á hvaða merk­ingu það hef­ur að fara úr gömlu kerfi yfir í nýtt kerfi. Hvort það sé ekki ör­ugg­lega að halda þeim gæðum sem fylgdu gamla kerf­inu,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is

„Það kom mér ekki á óvart að það voru marg­ar spurn­ing­ar og ég upp­lifði al­veg að það er ákveðið óör­yggi í hópn­um og kannski eitt­hvað sem er enn þá ósvarað. Þannig við mun­um halda fleiri fundi í vik­unni í minni hóp­um til að reyna að mæta því bet­ur að fólk átti sig ná­kvæm­lega á þýðing­unni á breyt­ing­un­um.“

„Þetta er al­gjör kerf­is­breyt­ing“

Mik­il­vægt sé að fólk átti sig á um hvað það sé að kjósa.

„En við fund­um líka já­kvæða strauma og það eru marg­ir mjög ánægðir. Samn­inga­nefnd­in stend­ur enn þá al­gjör­lega við það að þetta sé góður samn­ing­ur og við hvetj­um fé­lags­menn til að samþykkja hann.“

Stefnt er að því að hefja at­kvæðagreiðslu um samn­ing­inn á föstu­dag eða mánu­dag í næstu viku, en Stein­unn seg­ir það fara eft­ir því hvernig gangi að klára viðbót­arkynn­ing­ar í vik­unni.

Í ljósi þess hve kjara­samn­ing­ur­inn fel­ur í sér mikl­ar breyt­ing­ar, seg­ir Stein­unn eðli­legt að fé­lags­fólk sé var­kárt og vilji kynna sér mál­in í þaula áður en það tek­ur ákvörðun.

„Það er óör­yggi að fara í nýtt kerfi og maður vill vera viss um að maður sé ekki að tapa ein­hverju. Fólk þarf bara tíma til að melta þetta. Þetta eru mikl­ar breyt­ing­ar og þær stétt­ir sem hafa fengið betri vinnu­tíma und­an­far­in ár, þær þekkja það líka vel að þetta er al­gjör kerf­is­breyt­ing.“

Von­ar að fólk verði jafn­ánægt og hún

Stein­unn er engu að síður sann­færð um að breyt­ing­arn­ar komi öll­um vel.

„Við geng­um al­gjör­lega út frá því að all­ir myndu græða og að það væri eitt­hvað í þessu fyr­ir alla. Það er svo­lítið mis­mikið eft­ir hóp­um vissu­lega, en það er ekki hjá því kom­ist. Meiri­hlut­inn er að fá mjög góðan samn­ing og það er eng­inn að tapa.“

Gert er ráð fyr­ir því að niðurstaða at­kvæðagreiðslu liggi fyr­ir um miðja næstu viku en Stein­unn hef­ur trú á því að samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur eft­ir frek­ari kynn­ingu.

„Ég ætla að leyfa mér að trúa því. Ég vona að þegar fólk fer að átta sig bet­ur á hvað í þessu felst, þá verði það jafn ánægt og ég er með hann,“ seg­ir hún.

„Ég er mjög ánægð með hann og ég tel þetta ákveðin tíma­mót í okk­ar starfs­um­hverfi. Mér finnst mik­il­vægt að við gríp­um þessa gæs. Hún gefst ekk­ert hvenær sem er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert