Rigning eða slydda austan til

Hægari suðlæg átt verður fyrir vestan.
Hægari suðlæg átt verður fyrir vestan. Kort/mbl.is

Verða suðaustan 10 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða slydda austan til fram eftir degi, en snjókoma til fjalla.

Hægari suðlæg átt verður fyrir vestan, skúrir eða él á víð og dreif og hiti í kringum frostmark. Suðvestan 5-13 m/s verða seinnipartinn og léttir til fyrir austan, en hægari suðlæg átt í nótt.

Vaxandi norðaustanátt verður með snjókomu eða slyddu síðdegis á morgun, en rigningu við suður- og austurströndina, fyrst suðaustan til. Þurrt verður nyrst fram eftir kvöldi. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert