Styttist í skíðavertíðina á Akureyri

Frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli sem verður líklega opnað í mánuðinum.
Frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli sem verður líklega opnað í mánuðinum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Akureyrarbær á von á því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli muni opna í síðasta lagi 13. desember. 

Vakin er athygli á þessu á staðarmiðlinum Akureyri.net. Þar segir jafnframt að spáð sé „drjúgri ofankomu“ næstu daga. 

Nokkuð mun hafa safnast af snjó í fjallinu sem er eitt þekktasta skíðasvæði landsins. 

Akureyringar eru einnig með búnað til að framleiða snjó og hefur það gengið vel samkvæmt Akureyri.net. 

Forsala á vetrarkortum í Hlíðarfjall stendur nú yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert