„Það er verið að kalla eftir okkur“

Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætla að …
Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætla að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar strax í fyrramálið. mbl.is/Eyþór

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, standa þétt saman. Hún segir að það hafi verið ákall um breytingar og að kallað hafi verið eftir þeim.

Þetta kom fram í samtali hennar við mbl.is að fundi þeirra þriggja loknum. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja hefjast í fyrramálið.

Leita sér að felustað

Hver er þín tilfinning fyrir þessu?

„Mér líst rosalega vel á þetta. Við stöndum þétt saman, ég finn mikið traust og við ætlum allar að standa okkur. Það er ákall um breytingar og það er verið að kalla eftir okkur og við munum allar gera okkar besta.“

„Við ætlum að finna einhvern skemmtilegan felustað,“ segir Inga spurð út í hvenær fundur morgundagsins verði haldinn.

Hún segir þó að enn eigi eftir að ákveða tímasetningu og staðsetningu fundarins. Það verði ákveðið í kvöld.

„Bjartsýnar og brosandi allar sem ein“

„Við byrjum bara formlegar viðræður á morgun. Við vorum að taka fyrir sameiginlega fleti í dag og við höldum bara áfram á morgun. Við erum bjartsýnar og brosandi allar sem ein,“ segir hún og bætir við:

„Við erum sem sagt valkyrjurnar.“

Hún segir „valkyrjurnar“ samstíga og að traust ríki þeirra á milli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert