Lögreglan á Hverfisgötu var kölluð til vegna þjófnaðar úr tveimur verslunum.
Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Annar ökumaður var stöðvaður í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til 5 í morgun. Alls eru 37 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.