Vél Icelandair sem var á leið til Zurich í Sviss í morgun var snúið við eftir að í ljós kom sprunga í framrúðu.
Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa hjá Icelandair, kom sprungan í ljós fljótlega eftir að farið var af stað.
Var henni í framhaldinu snúið við og lent á Keflavíkurflugvelli að nýju. Önnur vél fór með farþega í loftið aftur fyrir skemmstu að sögn Guðna.
Flugvélin með sprungnu rúðuna verður send í viðhald að sögn Guðna.