Voru með fimm sjúkrabíla í verkefnum á Reykjanesbrautinni

Einn bílanna sem skemmdist í umferðaróhappi í mikilli hálku á …
Einn bílanna sem skemmdist í umferðaróhappi í mikilli hálku á Reykjanesbraut í gær. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Um tíma í gær, þegar glerhálka hafði myndast á Reykjanesbraut, eftir klukkan 13:30, voru fjórir sjúkrabílar frá brunavörnum Suðurnesja sendir á vettvang. Þá var einnig óskað eftir sjúkrabíl frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en allir bílarnir voru í sitthvoru verkefninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá brunavörnum Suðurnesja.

Tekið er fram að slys hafi verið minniháttar og að fólk hafi verið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari skoðunar.

Eins og mbl.is greindi frá í gær urðu mörg umferðaróhöpp á mismunandi stöðum á Strandarheiði í gær á þessu tímabili vegna hálkunnar. Þrátt fyrir að fólk hafi sloppið án mikilla meiðsla voru nokkrir bílanna óökufærir.

Gríðarleg hálka myndaðist á Reykjarnesbraut seinni partinn í gær.
Gríðarleg hálka myndaðist á Reykjarnesbraut seinni partinn í gær. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert