Allir farþegar komnir í skjól

Öllum hefur verið komið af vettvangi og í skjól.
Öllum hefur verið komið af vettvangi og í skjól. Ljósmynd/Aðsend

Enginn slasaðist alvarlega í rútuslysi sem varð á sjöunda tímanum í kvöld á þjóðvegi eitt austan við Hala í Suðursveit. 

Um tuttugu manns voru um borð í rútunni og hafa allir verið fluttir af vettvangi og komið í skjól.

Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita í nágrenninu voru kallaðar út vegna slyssins.

Rannsaka tildrög slyssins

Veginum var lokað um skamma stund en hann hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. 

Í færslu sem lögreglan á Suðurlandi birti á Facebook segir að tildrög slyssins séu í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi. 

Samkvæmt heimildum mbl.is var glerhálka á veginum sem virðist ekki hafa verið sandaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert