Í október síðastliðnum voru 7.900 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,3%, hlutfall starfandi einstaklinga var 79,4% og atvinnuþátttaka 82,1%, að því er segir í tilkynningu.
„Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig á milli mánaða en þess ber að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig. Mælt atvinnuleysi í október var 3,0%, árstíðaleiðrétt 3,3% og leitni 3,4%,“ segir í tilkynningunni.