Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS samþykkti nýverið að safna gögnum af landinu yfir hávetrartímann og að kvöldi til en stofnunin hefur umsjón með miðlun gagna frá LANDSAT-gervitunglunum, sem geimferðastofnunin NASA hannar og kemur á braut um jörðu.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, segir ákvörðunina veita stöðugra aðgengi gagna af öllu landinu. Fyrst óskaði hún eftir aukinni gagnaöflun LANDSAT-tunglanna í Holuhraunsgosinu haustið 2014 en sækja þarf um aðgang á hverju ári, rökstyðja mikilvægið og skilgreina hvaða myndramma þarf hverju sinni.
Ingibjörg segir gagnasöfnunina fela í sér nokkurn kostnað fyrir Bandarísku jarðfræðistofnunina, einkum við forritun og gagnaumsýslu, en að íslenskar stofnanir beri ekki kostnað af henni.
Erindið hefur verið borið upp við aðrar móttökustöðvar en ekki með sama árangri og nefnir Ingibjörg SENTINEL-2 gervitunglamyndir frá Copernicus EU sem dæmi.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.