Bandaríkjamenn fylgjast með Íslandi nótt sem dag

Myndin kallar fram gígasvæði og meginhraunár í bláum litatónum og …
Myndin kallar fram gígasvæði og meginhraunár í bláum litatónum og virka hraunjaðra sem umlykja í gulum og appelsínugulum tón. Mynd/USGS, NASA og Landmælingar Íslands

Banda­ríska jarðfræðistofn­un­in USGS samþykkti ný­verið að safna gögn­um af land­inu yfir há­vetr­ar­tím­ann og að kvöldi til en stofn­un­in hef­ur um­sjón með miðlun gagna frá LANDSAT-gervi­tungl­un­um, sem geim­ferðastofn­un­in NASA hann­ar og kem­ur á braut um jörðu.

Ingi­björg Jóns­dótt­ir, dós­ent í land­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir ákvörðun­ina veita stöðugra aðgengi gagna af öllu land­inu. Fyrst óskaði hún eft­ir auk­inni gagna­öfl­un LANDSAT-tungl­anna í Holu­hrauns­gos­inu haustið 2014 en sækja þarf um aðgang á hverju ári, rök­styðja mik­il­vægið og skil­greina hvaða myndramma þarf hverju sinni.

Ingi­björg seg­ir gagna­söfn­un­ina fela í sér nokk­urn kostnað fyr­ir Banda­rísku jarðfræðistofn­un­ina, einkum við for­rit­un og gagnaum­sýslu, en að ís­lensk­ar stofn­an­ir beri ekki kostnað af henni.

Er­indið hef­ur verið borið upp við aðrar mót­töku­stöðvar en ekki með sama ár­angri og nefn­ir Ingi­björg SENT­INEL-2 gervi­tungla­mynd­ir frá Copernicus EU sem dæmi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka