Bílvelta í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ökumaður slapp með minniháttar áverka þegar hann velti bifreið í Hafnarfirði í dag. 

Frá þessu er greint í dagbókarfærslum lögreglunnar en ekki kemur fram hvar í bæjarfélaginu slysið varð. 

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann þurfti ekki á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda og hugðist fara sjálfur á slysadeild með aðstandanda sem kom og sótti hann. 

Þá var einstaklingur handtekinn í verslun í hverfi 105 í Reykjavík og vistaður í fangageymslu. Var hann í annarlegu ástandi og ekki unnt að taka af honum skýrslu fyrr en rennur af honum. 

Hafði hann brotið hurð í versluninni og mun hafa verið ógnandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert