Búið að opna Hvalfjarðargöngin

Frá vettvangi í Hvalfjarðargöngum.
Frá vettvangi í Hvalfjarðargöngum. Ljósmynd/Aðsend

Hvalfjarðargöngin eru lokuð vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á öðrum tímanum í dag.

Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir við mbl.is að árekstur hafi orðið í göngunum á öðrum tímanum í dag og eru viðbragðsaðilar á vettvangi.

Ekki er talið að slys hafi orðið á fólki en göngunum hefur verið lokað og er hjáleið um Hvalfjörð.

Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, kemur fram að vonast er til að göngin verið opnuð á nýjan leik fyrir klukkan 16.

Uppfært klukkan 15:00

Búið er opna Hvalfjarðargöngin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert