Góð tilfinning að fljúga Esjunni heim

Fyrsta Airbus-vélin í 87 ára sögu félagsins er komin til …
Fyrsta Airbus-vélin í 87 ára sögu félagsins er komin til landsins. Fyrsta áætlunarflugið er í næstu viku. mbl.is/Sigurður Bogi

„Airbus eru flugvélar sem við erum sannfærð um að skapi mörg ný tækifæri fyrir leiðakerfi okkar, auk þess að styrkja Ísland sem áfangastað og tengimiðstöð flugs yfir Norður-Atlantshafi. Þetta eru líka vélar af gerð sem hefur reynst frábærlega hjá öðrum flugfélögum. Því erum við mjög spennt fyrir framhaldinu enda ætti þetta að þétta og styrkja reksturinn,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.

Fyrsta Airbus-flugvélin í 87 ára sögu Icelandair kom til landsins laust eftir hádegi í gær og var vel fagnað á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni A321LR, en þrjár sömu gerðar koma í flota félagsins á næstu mánuðum. Fleiri Airbus-vélar bætast við á næstu árum, en samningar við flugvélaframleiðandann gera ráð fyrir kaupum Icelandair á allt að 25 slíkum.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson …
Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson flugstjórar. María Björg Magnúsdóttir, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísadóttir og Linda Hlín Þórðardóttir flugfreyjur, Flemming Bisgaard flugstjóri og Anna Kristín Victorsdóttir flugfreyja. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert