Norlandair annast Húsavíkurflug

Norlandair Flugfélagið mun fljúga á milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Norlandair Flugfélagið mun fljúga á milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Vega­gerðin hef­ur fyr­ir hönd rík­is­ins samið við flug­fé­lagið Nor­landa­ir um að fljúga fjór­ar ferðir í viku hverri á milli Húsa­vík­ur og Reykja­vík­ur.

Samn­ing­ur­inn tek­ur til tíma­bils­ins 16. des­em­ber nk. til 15. mars á næsta ári. Ekki ligg­ur fyr­ir enn hvaða daga verður flogið en flugáætl­un Nor­landa­ir er sögð vænt­an­leg. Heild­ar­verð samn­ings­ins er ríf­lega 41,5 millj­ón­ir króna, en Vega­gerðin greiðir tæp­lega 800 þúsund fyr­ir hverja flug­ferð. Ein ferð er skil­greind sem flug­ferð fram og til baka.

Þá hef­ur og verið samið við Mý­flug um að fljúga til Vest­manna­eyja fjór­um sinn­um í viku á tíma­bil­inu 1. des­em­ber í ár til 28. fe­brú­ar á næsta ári. Hljóðar samn­ing­ur­inn upp á að boðið verði upp á sam­tals 936 flug­sæti á tíma­bil­inu, þ.e. í des­em­ber til og með fe­brú­ar, og að flogn­ar verði 52 ferðir fram og til baka á þess­um tíma.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert