Sánan í Vesturbæjarlaug rifin

Sánaklefinn í Vesturbæjarlaug verður rifinn.
Sánaklefinn í Vesturbæjarlaug verður rifinn. Ljósmynd/Aðsend

Niðurrif á sánaklefanum í Vesturbæjarlaug hefst í þessari viku. Geta gestir laugarinnar farið í hann í síðasta skipti í dag því framkvæmdir hefjast á morgun, fimmtudaginn 5. desember.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar segir að niðurrifið sé fyrsti liður í endurbótum á þessum elsta hluta mannvirkisins. Endanleg hönnun á því sem kemur í stað fyrir sánaklefan liggur ekki fyrir en verður kynnt gestum þegar hún er ljós. 

Uppfært: Áður kom fram að gestir laugarinnar gætu notið sánunnar út morgundaginn. Það er ekki rétt, síðasti dagurinn er í dag og hefjast framkvæmdir á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert