Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að bifreið var ekið utan í klæðninguna í Hvalfjarðargöngum á öðrum tímanum í dag.
Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Vesturlandi, voru tveir farþegar fluttir í sjúkrabíl með minniháttar eymsli.
Fjarlægja þurfti bílinn með kranabifreið en talsverðar skemmdir urðu á honum sem og á klæðningunni í göngunum.
Hvalfjarðargöngunum var lokað í kjölfar óhappsins en þau voru opnuð aftur klukkan 15.