Vitni fylgdi þjófi eftir í miðbænum

Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Tilkynnt var um innbrot í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Sá sem tilkynnti um innbrotið varð vitni að því sem gerðist og fylgdi eftir þeim sem var að verki en hann komst undan.

Skömmu síðar hafði lögreglan upp á þjófnum í öðru hverfi þar sem hann fannst með þýfið meðferðis og var hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Ógnaði öðrum manni með hníf

Lögreglan á Hverfisgötu var kölluð til vegna manns sem hafði ógnað öðrum með hníf innandyra. Mennirnir höfðu verið að rífast og samkvæmt tilkynningu sem lögreglunni barst hafði annar þeirra dregið upp eggvopn. Lögreglan fór á staðinn og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls eru 50 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu.

mbl.is/Hari

Reyndi að stinga lögregluna af 

Lögreglan á Vínlandsleið ætlaði að hafa afskipti af ökumanni í hverfinu en þá reyndi hann að komast undan. Eftir stutta eftirför var hann stöðvaður og handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert