Fagnar ákvörðun Bjarna

Bæjarstjórn mótmælti harðlega stöðvun veiða sumarið 2023.
Bæjarstjórn mótmælti harðlega stöðvun veiða sumarið 2023. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Sigurður Bogi

Bæj­ar­ráð Akra­ness fagn­ar ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, starf­andi mat­vælaráðherra, um að gefa út leyfi fyr­ir hval­veiðum.

Ráðið seg­ir framtíð hval­veiða skipta sam­fé­lagið á Akra­nesi miklu máli. Þá sé afar mik­il­vægt að skapa fyr­ir­sjá­an­leika í veiðum og vinnslu hvals.

Skapaði tjón fyr­ir marga

Í til­kynn­ingu frá bæj­ar­ráði er bent á að lög séu í gildi um hval­veiðar sem byggi á ráðgjöf frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. 

Skort­ur á fyr­ir­sjá­an­leika í hval­veiðum er sagður hafa skapað veru­legt tjón fyr­ir marga.

„Stöðvun hval­veiða við upp­haf vertíðar 2023 var reiðarslag fyr­ir fjölda starfs­manna Hvals hf, sem höfðu ráðið sig til starfa og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sem bitnaði hart á af­komu fjölda fólks og þar af leiðandi á sam­fé­lag­inu á Akra­nesi,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Bæj­ar­stjórn Akra­ness mót­mælti ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þáver­andi mat­vælaráðherra, að verða ekki við út­gáfu leyf­is fyr­ir hval­veiðum sum­arið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert