Guðrún nýr bæjarstjóri

Guðrún P. Ólafsdóttir
Guðrún P. Ólafsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Sveitarfélagið Vogar hefur ráðið Guðrúnu P. Ólafsdóttur sem bæjarstjóra. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi bæjarráðs í gær og tekur gildi eftir fund bæjarstjórnar í næstu viku.

Guðrún hefur verið starfandi bæjarstjóri fram til þessa og hefur starfað fyrir sveitarfélagið síðan sumarið 2023, þá var hún ráðin sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Guðrún lauk M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2012 og Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál árið 2002 við sama skóla.

„Ég þakka bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga það traust sem mér er sýnt með ráðningunni. Síðastliðið ár hef ég fengið að kynnast samfélaginu í Vogum sem er kyrrlátt og samheldið. Fram undan eru spennandi verkefni, meðal annars við innviðauppbyggingu samhliða fólksfjölgun til að tryggja íbúum áfram góða þjónustu. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs með bæjarfulltrúum, samstarfsfólki og íbúum í sveitarfélaginu Vogum,“ er haft eftir Guðrúnu í tilkynningu Voga.

Guðrún hefur verið starfandi bæjarstjóri fram til þessa.
Guðrún hefur verið starfandi bæjarstjóri fram til þessa. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert