Gular viðvaranir

Gular veðurviðvaranir taka gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi klukkan 8.
Gular veðurviðvaranir taka gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi klukkan 8. Kort/mbl.is

Gular veðurviðvaranir taka gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi klukkan 8 en þar er spáð miklu hvassviðri og hríðarveðri á fjallvegum á Austfjörðum.

Á Austfjörðum má búast má við snjókomu og skafrenningi á fjallvegum með versnandi færð og austan Öræfa má búast við vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Þar verður varasamt veður.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp lægð fari til norðurs fyrir austan land í dag. Hún beinir til okkar norðan- og norðvestanátt, víða verða 5-13 m/s í dag og dálítil snjókoma eða slydda í flestum landshlutum.

Á morgun er spáð norðan og norðvestan 5-15 m/s, hvassast verður austan til. Það verða él á norðurhelmingi landsins, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost verður 1-8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert