Hræðilegt að fá símtalið

Rúta Nicetravel var að vonum illa farin eftir slysið.
Rúta Nicetravel var að vonum illa farin eftir slysið. Ljósmynd/Aðsend

Ferðamenn­irn­ir sex sem voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir rútu­slysið við Hala í Suður­sveit í gær­kvöldi hafa verið út­skrifaðir af sjúkra­húsi.

Þetta seg­ir Stefán Þór Gunn­ars­son, einn af eig­end­um Nicetra­vel, aðspurður.

Ferðamenn­irn­ir voru í rútu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins þegar slysið varð, á leið frá Reykja­vík til Jök­uls­ár­lóns þar sem þeir ætluðu að gista.

Fór vel miðað við aðstæður

„Þetta var hræðilegt í gær þegar sím­talið kom,“ seg­ir Stefán Þór og á við þegar þeim var til­kynnt um slysið og talað að um að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar væri á leiðinni á staðinn.

„Ég held að all­ir séu sam­mála um að þetta hafi farið nokkuð vel miðað við aðstæður.“

Hópslysaáætlun var virkjuð í gærkvöldi.
Hóp­slysa­áætl­un var virkjuð í gær­kvöldi. Ljós­mynd/​Aðsend

Brýna fyr­ir fólki að spenna belt­in

Spurður hvort ein­hverj­ir hafi kast­ast út úr rút­unni í slys­inu seg­ir Stefán Þór það óstaðfest. Öku­menn fyr­ir­tæk­is­ins brýni aft­ur á móti sí­fellt fyr­ir ferðamönn­um að spenna á sig belt­in, til að mynda eft­ir hvert stopp.

„Þetta er ei­lífðarbarn­ing­ur,“ bæt­ir hann við.

19 voru í rút­unni, auk bíl­stjór­ans, frá ýms­um þjóðern­um, meðal ann­ars Banda­ríkj­un­um. Rút­an fór út af veg­in­um í beygju í hálku og fór heil­an hring.

„Þetta er erfitt svæði og vinda­samt,“ seg­ir Stefán Þór jafn­framt.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert