Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í dag þess efnis að bifreið hefði verið keyrt á verslun.
Annars vegar ók ökumaður bifreiðar á húsavegg verslunar og hins vegar bakkaði ökumaður bifreið sinni á rúðu verslunar.
Þetta er meðal þess sem dagbók lögreglu greinir frá.
Maður var tilkynntur til lögreglu og sagður vera í annarlegu ástandi utandyra. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn þurfti að komast undir læknishendur og hann fluttur á spítala.
Aðrir menn í annarlegu ástandi voru tilkynntir til lögreglu en þeir voru í bílastæðahúsi. Mennirnir gengu burt eftir samtal við lögreglu.
Annars greinir dagbók lögreglu frá þremur þjófnuðum og árekstri á milli tveggja bifreiða. Draga þurfti bílana burt en meiðsli ökumanna eru sögð lítil.