Landris hafið á ný

Frá Svartsengi.
Frá Svartsengi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

GPS-mæl­ing­ar og gervi­tung­la­gögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi að sögn Veður­stofu Íslands.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að virkni í eld­gos­inu hafi farið hægt minnk­andi síðustu daga. Minni virkni sé sýni­leg á vef­mynda­vél­um og gosórói hafi farið hægt minnk­andi þegar horft sé til síðustu daga.

Hraun­flæði hef­ur haldið sig inn­an eldri hraun­breiðunn­ar og er lítið sem ekk­ert framskrið greini­legt utan henn­ar.

„Nýj­ustu af­lög­un­ar­gögn benda til þess að landris sé hafið á ný í Svartsengi. GPS mæl­ing­ar sýna hæga breyt­ingu upp á við á nokkr­um stöðvum. Nýj­ustu gervi­tungla­mynd­ir frá ICEYE staðfesta þau merki sem ber­ast frá GPS-mæl­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Gervitunglamynd sem sýnir LOS (Line Of Sight) færslu á tímabilinu …
Gervi­tungla­mynd sem sýn­ir LOS (Line Of Sig­ht) færslu á tíma­bil­inu 30. nóv­em­ber til 4. des­em­ber 2024. Mynd­in er unn­in úr gervi­tung­la­gögn­um frá ICEYE (InS­AR). Rauða svæðið sýn­ir landris (~1 cm). Kort/​Veður­stofa Íslands

Þá seg­ir, að þrátt fyr­ir minni virkni í eld­gos­inu sé gasmeng­un áfram til staðar. Gas­dreif­inga­spá geri ráð fyr­ir hæg breyti­legri átt í dag og því ólík­legt að mik­ill­ar gasmeng­un­ar verði vart á svæðinu í dag.

„Um helg­ina er spáð norðan átt á laug­ar­dag sem breyt­ist svo í sunn­an átt á sunnu­dag. Því má bú­ast við að gas geti mælst í Vog­um á sunnu­dag.

Þeir sem eru á ferð á svæðinu eru hvatt­ir til að fylgj­ast með gas­dreif­ing­ar­spá Veður­stof­unn­ar og leiðbein­ing­um varðandi gasmeng­un á loft­ga­edi.is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert