Rafleiðni fer hækkandi og varað við gasmengun

Rafleiðni hefur hækkað í Skálm.
Rafleiðni hefur hækkað í Skálm. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-Syðri og í Skálm síðustu daga og er fólk beðið um að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að engar tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist Veðurstofu Íslands og líklegast sé um að ræða hægan leka jarðhitavatns undan jöklinum.

Náttúruvakt Veðurstofunnar mun halda áfram að vakta svæðið að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert