Kona hefur verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sent mynd af fyrrverandi maka sínum úr Snapchat-reikningi hans í óleyfi. Fylgdu myndinni ósmekklegar og ótilhlýðilegar athugasemdir, en myndin voru sendar á vini og fjölskyldu mannsins.
Dómur í málinu féll um miðjan síðasta mánuð í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en dómurinn var fyrst birtur á vef dómstólsins í dag.
Fram kemur að konan hafi í júlí á síðasta ári skráð sig inn á Snapchat-reikning fyrrverandi maka síns. Þar fann hún mynd af honum þar sem hann lá slasaður í blóði sínu á heimili sínu. Dreifði konan myndinni með athugasemdunum sem í dóminum eru sagðar ósmekklegar og ótilhlýðilegar.
Auk þess að senda myndina á vini og fjölskyldu var konan einnig í sambandi við fólkið í gegnum Snapchat-reikning mannsins og þóttist þar með vera hann.
Málið var dæmt að konunni fjarstaddri, en hún sótti ekki dómþing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Sem fyrr segir hlaut hún 30 daga skilorðsbundin dóm.