Það verða norðan og norðvestan 5-15 m/s á landinu í dag, hvassast austan til. Á norðurhelmingi landsins verða él en yfirleitt verður þurrt sunnan heiða. Frost verður á bilinu 2 til 8 stig.
Á morgun verður norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, og víða þurrt og bjart en dálítil ég norðanlands fram eftir morgni. Á Suðaustur- og Austurlandi verða norðvestan 13-20 m/s en lægir þar síðdegis. Frost verður 3 til 13 stig og verður kaldast inn til landsins. Um kvöldið verður vaxandi sunnaátt vestan til og dregur úr frosti.