Tveir vopnaðir menn handteknir

Fimm gista fangageymslur nú í morgunsárið.
Fimm gista fangageymslur nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla á stöð 3, sem sinnir Breiðholti og Kópavogi, hafði afskipti af tveimur mönnum í gærkvöld en hún fékk tilkynningu um þá. Á vettvangi kom í ljós að mennirnir voru báðir vopnaðir og þá voru þeir grunaðir um vörslu fíkniefna. Báðir mennirnir voru handteknir.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls eru 59 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu og fimm gista fangageymslur.

Í miðborginni var lögregla kölluð til vegna slagsmála í verslunarmiðstöð og er málið í rannsókn.

Lögreglan á stöð 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, fékk tilkynningu um aðila sem var að reyna að komast inn í hús. Lögreglan fór á staðinn og ræddi við einstaklinginn en um deilumál var að ræða og leysist það á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert