Bankinn safnar blóði fyrir jólin

Blóðgjöf fyrir jólin er gjöf sem gefur. Blóðbankinn safnar blóði.
Blóðgjöf fyrir jólin er gjöf sem gefur. Blóðbankinn safnar blóði. mbl.is/Eyþór

Blóðbankinn safnar blóði fyrir hátíðirnar en yfir jól og áramót eru færri söfnunardagar en ella. Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri segir stöðuna ekki verri en áður en bankann gjarnan vilja búa sig undir þann tíma sem fram undan er og söfnunardagar verða færri.

„Það er verið að nota blóðhluta á hverjum einasta degi þannig að við þurfum alltaf að halda okkur við efnið og halda blóðgjöfum við efnið,“ segir Ína. Sjúklingar fari ekki í frí.

Segir hún blóðbankann þurfa 70 blóðgjafa á dag og reyni þess vegna að byggja upp lagerinn þannig að hann þoli daga án söfnunar. Sérstaklega er óskað eftir komum blóðgjafa í blóðflokkunum O+, A+ og O-. Flest fólk er O+ og A+ en úr O- vinnur bankinn rauðkornaþykkni sem hægt er að gefa öllum, svokallað neyðarblóð, sem m.a. bráðadeildin er með á lager. Ína minnir á að gjafir blóðgjafa séu nauðsynlegar til að hægt sé að halda uppi heilbrigðisþjónustu á Íslandi og segir bankann vilja minna fólk á að það sé gott að koma og gefa í Blóðbankanum.

Tekur hún þó fram að nýir blóðgjafar gefi ekki í fyrsta sinn og því sé betra að fá þá inn eftir áramót.

Blóðgjöfum er bent á að lesa sér til á blodgjafi.is og bóka tíma í síma 543-5500 eða á blood@landspitali.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert