Fundi lokið: „Þrjár hagsýnar í eldhúsinu hjá Ingu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í eldhúsinu hjá Ingu. Ljósmynd

Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Formennirnir hittast aftur eftir helgi. 

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, birti mynd á Facebook þar sem hún, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standa saman í eldhúsi Ingu og virðast fá sér kakó.

Í færslunni segir:

„Þrjár hagsýnar í eldhúsinu hjá Ingu. Höldum áfram eftir helgi.“

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar, staðfesti í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að fundi dagsins væri lokið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert